Við vorum ekki lengi að svara formanni GS, Jóhanni Páli Kristbjörnsyni, á dögunum þegar hann sendi grein inn á Vf.is þar sem hann spurði um stefnu flokkanna í Reykjanesbæ varðandi aðstöðumál íþróttafélaga í bænum.

Svör oddvitans okkar eru skýr enda stefnan skýr:

„Sæll og blessaður. B-listinn er á móti því að selja eignir sem nýttar eru undir íþrótta-og tómstundastarf. Ljóst er að þeir samningar sem núverandi meirihluti hefur gert gera ráð fyrir því að ákveðnar eignir, Stapi, 88 hús, golfskáli og fl. gætu lent í söluferli ef ekki næst að greiða úr skuldamálum. Persónulega finnst mér þeir samningar afleitir og vert að ný bæjarstjórn geri tilraun til þess að endursemja, sé þess kostur. Við höfum haft áhyggjur af aðstöðuleysi m.a. þeirra greina sem eru á hrakhólum og ekki í varanlegu húsnæði. Við viljum skoða kosti sem geta gert samnýtingu starfsfólks mögulega. Nýta ber eignir sem enn eru í eigu bæjarfélagsins eða fasteignafélaga á vegum þess. Hér er linkur á okkar framtíðarsýn… https://www.vidgetum.is/ithrottir-aeskulydur-forvarnir/

Hér má sjá spurt og svarað á vef Golfklúbbs Suðurnesja, gs.is: http://gs.is/…/07/adstodumal-ithrottafelaga-reykjanesbaejar/

Pin It on Pinterest

Share This