Á besta aldri

Við getum gert bæinn betri fyrir fólk á besta aldri

Þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og við höfum meiri tíma fyrir okkur viljum við búa í líflegum bæ sem gefur okkur tækifæri til að njóta lífsins. Þau okkar með börn og barnabörn viljum líka tryggja að vel sé hlúð að þeim og að þau kjósi að vera í Reykjanesbæ. Einnig þarf að tryggja að vel sé séð um eldri borgarana, foreldra okkar, svo að við getum öll notið lífsins saman.

Við getum gert það!

Kynntu þér þau mál sem B-listinn hefur sett fram og varða sérstaklega fólk á besta aldri:

Stórefling í íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmálum! – því barnabörnin skipta okkur máli

  • Íþróttamiðstöðin Ramminn
  • Yfirbyggður gervigrasvöllur, sameiginlegt æfingasvæði og framtíðarskipulag
  • Efling starfsemi UMFN og Keflavíkur með greiðslu fyrir stöðugildi
  • Íþrótta- og frístundaskóli Reykjanesbæjar
  • Styrking á fjölbreyttari æskulýðsstarfsemi

Lestu meira um íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmál

Bætt tækifæri til menntunar og atvinnu, svo að unga fólkið okkar vilji búa í Reykjanesbæ

 

Kynntu þér framtíðarsýn xB í menntamálum hér.

Kynntu þér framtíðarsýn xB í atvinnumálum hér.

Ræktum upp Reykjanesbæ svo við getum notið betra umhverfis

B-listinn vil hefja stórsókn í gróðursetningu í bæjarfélaginu.

Markmiðið er að kolefnisjafna mengun frá flugumferð og bæta lýðheilsu með bættum útivistarmöguleikum bæjarbúa.

Tré skila skjólsælli byggð, nýtast sem náttúrulegur vindbrjótur og bæta hljóðvist frá Keflavíkurflugvelli og Reykjanesbraut. Störf skapast við ræktun og umhirðu trjáa en við góðar aðstæður ætti grunnkostnaður við skógrækt ekki að vera hærri en 300.000 krónur á hektara.

Um langtímaverkefni er að ræða þar sem fjármögnun þarf að koma frá ríki í formi skógræktarátaks. Hægt er að leita samstarfs við fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli um verkefnið auk íbúa og opinberra aðila eins og Skógræktarfélag Íslands.

Bætt aðstaða til útivistar í nærumhverfinu

B-listinn vill efla nýtingu gamalla leikvalla sem margir hverjir bjóða uppá mikil tækifæri til útivistar og samveru. Leikvellir eru oft staðsettir inni í miðjum íbúahverfum en sumum þeirra hefur nánast ekkert verið haldið við og þarf að bæta þar úr á næstu árum.

B-listinn vill endurnýta þessi svæði, koma upp útigrillum og leiktækjum eins og aparólum, svo eitthvað sé nefnt.

Einnig vill B-listinn nýta tæknina og setja upp eftirlitsmyndavélar við útivistarsvæði þar sem börn eru að leik. Eftirlit dregur úr líkum á skemmdarverkum og eykur öryggi barna.

Heilsugæsla Reykjaness: fullnægjandi heilsugæsla í heimabyggð

Sjáðu líka meira hér um velferðar- og heilbrigðismál

Skipa lýðheilsunefnd Reykjanesbæjar og festa heilsueflingu eldri borgara í sessi

Reykjanesbær er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Markmið verkefnisins er að heilsa og líðan einstaklinga sé í fyrirrúmi í stefnumótun á öllum sviðum bæjarins. Stöðug áhersla er lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi sem og draga úr tíðni og afleiðingum lífstílstengdra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.

Áætlað er að 70-80% af kostnaði til heilbrigðismála í Evrópu megi rekja til langvinnra lífstílstengdra sjúkdóma. Þróa og staðfæra þarf svokallað lýðheilsumat til þess að meta hugsanleg bein og óbein áhrif tiltekinna stjórnvaldsaðgerða á lýðheilsu.

Hugsa þarf almenningssamgöngur, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu, forvarnir, öryggi, aðbúnað eldri borgara, skólasamfélagið, æskulýðs- og íþróttastarf auk hönnunar og skipulags útfrá þessum forsendum.

Hamingjustuðull íbúa á Suðurnesjum hefur mælst hár í lýðheilsuvísum Embættis landlæknis á meðan virkur ferðamáti til og frá vinnu eða skóla fullorðinna er helmingi lægri en á landsvísu. Streita fullorðinna á svæðinu mælist yfir meðaltali og fleiri íbúar meta líkamlega og andlega heilsu sína verri hér en annar staðar á landinu. Við þessu þarf að bregðast með því að móta og innleiða lýðheilsustefnu fyrir Reykjanesbæ og aðgerðaráætlun í kjölfar hennar.

Tryggja þarf stuðning og fjármagn og efla samvinnu sveitarfélaga á Suðurnesjum á þessu sviði. Fjölga þarf heilsueflandi skólum og festa í sessi heilsueflingu eldri borgara en þátttaka þeirra í rannsóknarverkefni Dr. Janusar Guðlaugssonar hefur gefið góða raun.

Reykjanesbær á að hafa frumkvæði að því að ráðinn verði lýðheilsufræðingur á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem styður við heilsueflandi samfélög á Suðurnesjum. Með ráðningunni má samþætta verkefni, nýta sérþekkingu og efla áherslu á lýðheilsu á svæðinu í heild.

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This