Fjölmenning

Við getum gert betri fjölmenningarbæ

Stór hluti samfélagsins okkar er af erlendu bergi brotinn og bendir allt til áframhaldandi þróunar í þá átt. Við viljum tryggja að vel sé tekið á móti nýjum íbúum í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að aðstoða nýja íbúa við að aðlagast og tryggja að við verðum öll hluti af samfélaginu.

Frábært skref hefur verið tekið með ráðningu fjölmenningarfulltrúa en við viljum gera enn betur. Við getum gert það!

Kynntu þér þau mál sem B-listinn hefur sett fram og varða fjölmenningu sérstaklega:

Efla stuðning við börn og kennara vegna fjölgunar erlendra nemenda

Í Reykjanesbæ eru um 22% íbúa af erlendu bergi brotnir (skv. Hagstofunni).

B-listinn vill tryggja það að öll börn fái góða menntun óháð uppruna.

Efla þarf stuðning við kennara og nemendur í leik- og grunnskólum til þess að svo megi verða.

Auka þátttöku innflytjenda í menningarmálum

 Reykjanesbær er fjölmenningarsamfélag og í því felast mörg tækifæri.

Efla þarf enn frekar þátttöku bæjarbúa í Fjölmenningardegi með alþjóðlegri matarhátíð með þátttöku íbúa, matreiðslumanna og veitingastaða. Sambíóin gætu m.a. sýnt nýjar pólskar kvikmyndir og komið til móts við þann stóra hóp pólverja sem búa á svæðinu.

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This