Fjölskyldan

Við getum gert bæinn betri fyrir fjölskylduna

Fjölskyldan er grundvallarstoð samfélagsins. Reykjanesbær er fjölskyldubær og við viljum halda áfram að hlúa að fjölskyldunum okkar, hvort sem þær eru litlar, stórar, með ung börn eða eldri.

Dagvistun, menntamál, íþrótta- og æskulýðsstarf, almenningssamgöngur og heilbrigðisþjónusta eru meðal þess sem enn má efla frekar í Reykjanesbæ. Við getum gert það!

Kynntu þér þau mál sem B-listinn hefur sett fram og varða

fjölskyldur í Reykjanesbæ sérstaklega:

Stórefling í íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmálum!

 • Íþróttamiðstöðin Ramminn
 • Yfirbyggður gervigrasvöllur, sameiginlegt æfingasvæði og framtíðarskipulag
 • Efling starfsemi UMFN og Keflavíkur með greiðslu fyrir stöðugildi
 • Íþrótta- og frístundaskóli Reykjanesbæjar
 • Styrking á fjölbreyttari æskulýðsstarfsemi

Lestu meira um íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmál hér.

Stórefling í menntun

 • Sóknarsamningur við kennara
 • Bæting á starfsumhverfi kennara
 • Ungbarnaleikskóli
 • Aukið samstarf grunn- og framhaldsskóla
 • Ný fög í grunnskólum til að mæta þörfum barnanna okkar í breyttum heimi
 • Efldur stuðningur við börn og kennara vegna fjölgunar erlendra nemenda

Lestu meira um menntamálin hér.

Bættar almenningssamgöngur sem betur geta þjónað börnunum okkar þegar þau sækja íþrótta og tómstundastarf

Í jafn öflugu bæjarfélagi og Reykjanesbæ þurfa almenningssamgöngur að vera framúrskarandi.

B-listinn mun leita leiða til að betrumbæta þjónustu strætó á þeim tímum sem börn og unglingar sækja íþrótta- og tómstundastarf.

Bætt aðstaða til útivistar í nærumhverfinu þar sem njóta má útivistar með fjölskyldunni.

B-listinn vill efla nýtingu gamalla leikvalla sem margir hverjir bjóða uppá mikil tækifæri til útivistar og samveru. Leikvellir eru oft staðsettir inni í miðjum íbúahverfum en sumum þeirra hefur nánast ekkert verið haldið við og þarf að bæta þar úr á næstu árum.

B-listinn vill endurnýta þessi svæði, koma upp útigrillum og leiktækjum eins og aparólum, svo eitthvað sé nefnt.

Einnig vill B-listinn nýta tæknina og setja upp eftirlitsmyndavélar við útivistarsvæði þar sem börn eru að leik. Eftirlit dregur úr líkum á skemmdarverkum og eykur öryggi barna.

Samræming kostnaðar við dagvistun

Ljóst er að kostnaður við dagvistun ungra barna er hár, sér í lagi þegar foreldrar hafa um skeið verið á lægri tekjum vegna fæðingarorlofs.

Samræma ber þá upphæð sem foreldrar greiða fyrir dagvistun hvort sem um er að ræða dagvistun hjá dagmæðrum eða í leikskóla, það er sanngirnismál. Ekki hafa allir sama bakland og því þarf að leita leiða til þess að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunar.

Markmið með afslætti af leikskólagjöldum er að koma til móts við efnaminni foreldra í samfélaginu. Í dag er sjálfkrafa veittur afsláttur af dagvistunargjöldum fyrir einstæða foreldra eða foreldra þar sem annar aðilinn er í fullu námi og ekkert er greitt fyrir þriðja og fjórða barn á leikskóla. Fjárhagsleg staða einstæðra foreldra er misjöfn og sama gildir um fjölskyldufólk almennt. Því er eðlilegra að afslátturinn sé tekjutengdur og nýtist þannig best þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda.

Reykjanesbær verði Barnvænt sveitarfélag UNICEF

UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna kynntu í fyrra verkefnið Barnvæn sveitarfélög sem er líkan fyrir innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Mörg hundruð bæjarfélög um allan heim hafa innleitt verkefnið undir heitinu „Child Friendly Cities“.

Verkefnið gengur út á það að vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu.

Markmið B-listans er að Barnasáttmálinn verði nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu þar sem tekið er tilliti til allra barna, þvert á öll svið bæjarfélagsins.

Heilsugæsla Reykjaness: fullnægjandi heilsugæsla í heimabyggð

Sjáðu líka meira hér um velferðar- og heilbrigðismál.

Skaðaminnkun: aukin hjálp fyrir ungt fólk sem leiðst hefur út í neyslu

Skaðaminnkun er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarhópa í samfélaginu eins og heimilislausra og þeirra sem ánetjast fíkniefnum. Því miður fer ungu fólki í harðri neyslu fjölgandi á Suðurnesjum.

Verkefnið Frú Ragnheiður hefur verið starfrækt um árabil í Reykjavík og gefist vel. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll þar sem starfrækt er annars vegar hjúkrunarmóttaka og hinsvegar nálaskiptaþjónusta og skaðaminnkandi ráðgjöf.

Mikilvægt er að hafa slíkt úrræði á borð við Frú Ragnheiði til staðar hér á svæðinu og því mun B-listinn leita leiða til að innleiða slíka ferla í Reykjanesbæ.

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This