Framtíðarsýn xB

 
Þú leggur mörg og mikilvæg málefni í hendur þinna bæjarstjórnarfulltrúa. Þess vegna skiptir þig máli að þú vitir hvar við stöndum og hvað við viljum gera fyrir bæinn okkar. Hér finnurðu allt um framtíðarsýn xB og þau mál sem við leggjum áherslu á.

Atvinnulífið

Atvinnuástand á Suðurnesjum er gott í dag, en við munum tímana tvenna. Því megum við ekki verða værukær og slaka á því hlutirnir geta breyst hratt. Við þurfum að tryggja að íbúar okkar njóti góðs af nálægð við alþjóðaflugvöllinn. Við ætlum að efla ímynd svæðisins og laða að okkur fjölbreyttari atvinnurekstur, ekki síst sem veitir góð störf fyrir fólk með menntun.

Við getum gert það!

Ferðaþjónusta

Við getum öll verið sammála um að þegar kemur að ferðaþjónustu þá fær Reykjanesbær allt of lítinn bita af kökunni. Við viljum sjá stóreflingu ferðaþjónustu á Reykjanesinu öllu en ekki síst tryggja hagsmuni Reykjanesbæjar í þessum málaflokki.

Við getum gert það!

Íþrótta-, æskulýðs-, og forvarnamál

Reykjanesbær hefur alltaf verið öflugur íþróttabær en við getum gert enn betur. Gildi íþrótta þegar kemur að forvörnum fyrir börn og unglinga er margsannað, auk þess sem öflugt íþróttastarf veitir öllum bæjarbúum innblástur til heilsueflingar og heilbrigðs lífsstíls. B-listinn er skipaður öflugu fólki úr íþrótta- og æskulýðsstarfi bæjarins sem þekkir málaflokkinn út og inn enda höfum við frábærar hugmyndir fram að færa.

Saman getum við eflt enn frekar íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmálin!

Menningar- og tómstundamál

Reykjanesbær er menningarbær og við getum verið stolt af frábærum verkefnum, hátíðum og árlegum viðburðum í þeim málaflokki. Við viljum efla það góða menningarstarf enn frekar.

 

Saman getum við gert það!

Menntamál

Það er klisja að segja “mennt er máttur” – en þannig er það og við getum öll verið sammála um það. Í þessum málaflokki getum við og þurfum við að gera miklu betur. Við getum gert betur í að laða að og halda í gott fólk. Við getum líka gert mun betur þegar kemur að því að nýta skólagöngu barnanna okkar til raunverulegs og hagnýts undirbúnings fyrir lífið.

Við getum gert það!

Skipulags-, umhverfis- og samgöngumál

Mikið hefur vantað upp á að skipulags-, umhverfis- og samgöngumál séu í nægilega góðum farvegi í Reykjanesbæ. Þessi málaflokkur hefur áhrif á svo marga aðra, svo sem heilbrigði íbúa og lýðheilsu og þátttöku barnanna okkar í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

 

Við getum gert mun betur!

Stjórnsýslan

Stjórnsýslan er lykilatriði til árangurs á öllum sviðum. Þar hefur margt gott verið gert, en við getum gert enn betur. B-listinn vill sérstaklega sjá meira samtal við bæjarbúa, meira gegnsæi og meiri samvinnu.

Því að við vitum að saman getum við gert það!

Velferðar- og heilbrigðismál

Allt sem við gerum í öðrum málaflokkum styður við velferð okkar og hamingju. Þó eru ýmis mál sem snúa beinlínis að velferð og heilbrigði íbúanna og þau eru okkur gríðarlega mikilvæg. Líkamlegt og andlegt heilbrigði er undirstaða hamingjuríks lífs og við megum ekki gleyma til hvers allt þetta er: svo við getum notið lífsins með þeim sem okkur þykir vænt um.

 

Saman þurfum við að tryggja velferð og heilbrigði íbúa Reykjanesbæjar. Við getum gert það!

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This