Trú fólks á stjórnmálin og getu þeirra til breytinga er ábótavant.

Kannski er það einmitt stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Kannski halda þeir að þeir séu valdalausir þrátt fyrir að vera lýðræðislega kjörnir af fólkinu og starfi í umboði þess.

Stjórnmálamenn eiga einmitt að láta verkin tala og náist ekki árangur með einni leið verða þeir að hafa kjark til þess að endurmeta stöðuna og reyna nýjar leiðir að settu markmiði. Sú gamla tugga að þetta og hitt sé ekki hægt er uppáhalds frasi þeirra sem sækjast eftir stöðnun og þora ekki að sækja fram.

Nóg er af gagnrýni þeirra á meðan minna fer fyrir lausnum. Kannski eru menn orðnir hræddir við að reyna. Þeir halda kannski að þau kerfi sem við búum við séu ekki mannanna verk, séu á einhvern hátt hluti af náttúrulögmáli sem sjálfkrafa stoppar alla tilburði til framþróunar.

Sem betur fer er þetta alls ekki raunin. Þegar öllu er á botninn hvolft, er einmitt ástæða til bjartsýni. Kynslóðaskipti sem einkennast af nýjum áherslum gefa tóninn og þau má glögglega sjá hjá B-listanum í þessum kosningum. Aðrir flokkar hafa einnig reynt tilburði í sömu átt en uppskeran hefur verið rýr. Ungu fólki með áhuga hefur í sumum tilfellum verið hafnað sem veikir þann drifkraft sem þeim fylgir.

Hræðslan við nýja hugsun víkur þá enn og aftur fyrir gömlum tuggum sem engu skila.

Pin It on Pinterest

Share This