Jóhann Friðrik Friðriksson

Lýðheilsufræðingur, trommari og oddviti listans

Jóhann Friðrik Friðriksson

Jóhann Friðrik er borinn og barnfæddur Keflvíkingur sem ólst upp í Háaleitinu. Þar ólst hann upp á klassískan keflvískan hátt við að spila körfubolta og tónlist. Hann fór ungur að taka virkan þátt í félagsstarfi, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla, sýndi snemma áhuga á blaðamennsku og samfélagsmálum og vann að mörgum verkefnum á þeim vettvangi. Það var einnig á þessum árum sem hann kynntist stjórnmálastarfi þar sem hann var virkur um árabil.

Jóhann er giftur Erlu Hafsteinsdóttur talmeinafræðingi. Þau eiga þrjú börn; 4 og 5 ára börnin eru á leikskóla á Heiðarseli en elsta dóttirin, sem er 16 ára, stundar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð, en fjölskyldan býr í Holtaskólahverfinu.

Jóhann stundaði nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja og vann við blaðamennslu og markaðsmál samhliða námi. Árið 2008 söðluðu þau hjónin um og fluttust til Bandaríkjanna til að fara í frekara nám.

Jóhann lauk BA námi í lýðheilsu árið 2011 og Erla lauk Mastersprófi í talmeinafræði það sama ár. Jóhann lauk svo MSPH Mastersprófi í lýðheilsuvísindum árið 2013.

Þau hjónin ílengdust í Bandaríkjunum í tvö ár í viðbót þar sem Jóhann var stjórnandi rannsóknarteyma við lýðheilsudeild South Carolinu háskóla og síðan stjórnandi klínískra og akademískra rannsóknarteyma við taugalæknadeild Midlands Heart sjúkrahússins í Columbia.

Eftir 7 ára dvöl í Bandaríkjunum snéri fjölskyldan aftur heim til „Sunny Kef” þar sem Jóhann stofnaði sérfræðifyrirtækið Nexis sem starfaði á sviði heilsu- og vinnuverndar. Það leiddi fljótt til samstarfs við Vinnueftirlitið og í dag starfar hann þar sem fagstjóri sálfélagslegra þátta. Síðustu misserin hefur hann unnið mikið að verkefnum tengdum METOO byltingunni svokölluðu auk annarra verkefna sem snúa að félagslegum og andlegum þáttum í vinnuumhverfinu.

Sem sérfræðingur á sviði lýðheilsu hefur Jóhann unnið bæði hérlendis og erlendis að lýðheilsuverkefnum, var um tíma verkefnastjóri Heilsuseflandi samfélags í Reykjanesbæ, starfaði sjálfstætt fyrir fyrirtæki og stofnanir og er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd. Jóhann hefur einnig stundað rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda, bæði með erlendum vísindamönnum og sem hluti af starfi sínu hjá Vinnueftirlitinu. Rannsóknirnar hafa verið á sviði taugasálfræði, faraldsfræði, forvarna og vinnuverndar svo eitthvað sé nefnt.

Jóhann er virkur þátttakandi í samfélagsmálum í Reykjanesbæ, situr m.a. í stjórn Hollvinasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er einnig í skólanefnd skólans. Hann hefur verið stjórnarmaður í félagi lýðheilsufræðinga um árabil og hefur á þeim vettvangi lagt áherslu á mikilvægi forvarna og heilbrigðismála.

Út frá fyrri störfum og reynslu kemur ekki á óvart að velferðarmál, umhverfismál og íþrótta-og æskulýðsmál séu það sem Jóhann brennur fyrir: „Fátt er jú eins mikilvægt og góð heilsa. Til að efla lífsgæði íbúa þarf gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, öruggt nærumhverfi, öfluga velferðarþjónustu, vel launuð störf, traust menntakerfi og blómlegt íþrótta-og menningarstarf. Í Reykjanesbæ þurfum við að gera aðeins betur til að tryggja það að allir þessir þættir efli ánægju og heilsu allra íbúa.”

 

Hvað fékk Jóhann Friðrik til að fara í framboð?

„Vegna mikils áhuga á bæjarmálum og stuðnings frá baklandi lét ég slag standa.”

 

Af hverju ætti fólk að kjósa þig?

„Fólk á að kjósa mig vegna þess að ég mun fylgja eftir raunhæfum stefnumálum sem munu skila aukinni lífshamingju og velferð fyrir íbúa bæjarfélagsins.”

 

Af hverju ætti fólk að kjósa xB í bæjarstjórnarkosningunum 26. maí?

„Vegna þess að fólkið á listanum er að bjóða sig fram til að vinna að velferð allra bæjarbúa. Á listanum er hæfileikaríkt fólk sem setur fram vandaðar en í senn spennandi hugmyndir um hvernig við viljum sjá bæjarfélagið vaxa og dafna næstu árin.”

 

Stiklað á stóru í ferlinum

Starfsferill

Fagstjóri sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu, 2017-

Sérfræðingur í heilsu- og vinnuvernd, Nexis 2015

Stjórnandi klínískra og akademískra rannsóknateyma við taugalæknadeild University of South Carolina, 2014-2015

Stjórnun rannsóknarteyma við lýðheilsudeild University of South Carolina Columbia, 2012-2013

Verkefnastjóri þróunar fyrir hug- og taugavísindi, Institute for Mind and Brain

Verkefnastjóri rannsókna á vísindasetri segulómrannsóknar, McCausland Center, Columbia, South Carolina, 2010

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi m.a. fyrir Hitaveitu Suðurnesja, 2007-2010

Blaðamaður og Ritstjóri Suðurnesjafrétta, 2000-2006

Menntun

MSPH, Master í lýðheilsuvísindum frá Arnold School of Public Health, University of South Carolina, 2013

BA í heilbrigðisvísindum frá Arnold School of Public Health, University of South Carolina, 2011

Midlands Technical College 2008

Fjölbrautarskóli Suðurnesja 1996-2000

Greinar eftir Jóhann Friðrik

HSS
Eftirfarandi grein birtist í Víkurfréttum og á vf.is 24. maí 2018 „Þú getur fengið tíma eftir mánuð eða farið á vaktina” Á undanförnum vikum höfum…
Við getum gert það!
Trú fólks á stjórnmálin og getu þeirra til breytinga er ábótavant. Kannski er það einmitt stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Kannski halda þeir að þeir séu…
nýjasta serían á netflix
Í dag er samkeppnin um tíma fólks mikil. Stjórnmálin hafa ekki farið varhluta af því rétt eins og önnur félagsmál. Margir kvarta yfir því að…
bæjarstjórn í kokteilboðum
Senn er komið að því. Eftir 12 daga kjósa bæjarbúar sér nýja bæjarstjórn og henni er ætlað er að gæta hagsmuna þeirra næstu fjögur árin.…
Aðstöðumál íþróttafélaga Reykjanesbæjar
Við vorum ekki lengi að svara formanni GS, Jóhanni Páli Kristbjörnsyni, á dögunum þegar hann sendi grein inn á Vf.is þar sem hann spurði um…
Við getum gert það
Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ kemur tvíefldur til leiks til bæjarstjórnarkosninga 2018. Nýliðun og endurnýjun í flokknum hefur verið mikil og nýtt blóð skipar efstu sæti listans…
HSS
Það hefur ekki farið framhjá neinum að heilsugæslan á Suðurnesjum (HSS) er ekki að sinna hlutverki sínu. Úttekt embættis landlæknis á starfseminni leiddi í ljós…

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This