Menningarmál

 
Reykjanesbær er menningarbær og við getum verið stolt af frábærum verkefnum, hátíðum og árlegum viðburðum í þeim málaflokki. Við viljum efla það góða menningarstarf enn frekar.

Saman getum við gert það!

Efla enn frekar menningarstarf bókasafnsins

 

Frábært starf hefur verið unnið hjá bókasafninu á undanförnum árum þar sem menningartengdir viðburðir hafa fest sig í sessi. Börn og fullorðnir finna margt við sitt hæfi í dagskránni en efla má enn frekar kynningu á viðburðum.

Ljósanótt verði menningar- og tónlistarhátíð

 

Ljósanótt er flaggskip menningarviðburða í Reykjanesbæ en hátíðin er orðin vel þekkt meðal allra landsmanna.

Tónlistararfur svæðisins er gríðarlega mikill og því tilvalið að efla Ljósanótt enn frekar með því að auka þátt tónlistar á hátíðinni með tónleikaröð og stórtónleikum á laugardagskvöldinu.

Endurvakning ljósalagasamkeppni sem styður við höfunda og framleiðslu tónlistarefnis rímar einnig við þá áherslu, Auk þess má styðja enn betur við tónleikaröðina “Heima í gamla bænum” sem er til mikillar fyrirmyndar.

Auka þátttöku innflytjenda í menningarmálum

 

Reykjanesbær er fjölmenningarsamfélag og í því felast mörg tækifæri.

Efla þarf enn frekar þátttöku bæjarbúa í Fjölmenningardegi með alþjóðlegri matarhátíð með þátttöku íbúa, matreiðslumanna og veitingastaða. Sambíóin gætu m.a. sýnt nýjar pólskar kvikmyndir og komið til móts við þann stóra hóp pólverja sem búa á svæðinu.

Bjóða listafólki gjaldfrjálsa aðstöðu til vinnu, sýninga og sölu

 

B-listinn vill efla gestaaðstöðu fyrir listamenn sem vilja koma og dvelja í Reykjanesbæ við listsköpun sína.

Styrkur væri auglýstur þar sem listamönnum gæfist tækifæri til þess að búa um tíma í bæjarfélaginu, vinnustofa væri opin bæjarbúum á þeim tíma og í lok dvalartímans væri haldin sýning á verkum hans.

Þannig mætti laða að innlenda sem erlenda listamenn og auka við fjölbreytta listaflóru samfélagsins.

Uppákomur og leiktæki á Ljósanótt verði hluti af Menningarkorti Reykjanesbæjar

 

B-listinn vill að sem flestir bæjarbúar njóti menningar og lista í bæjarfélaginu.

Menningarkort bæjarins mætti senda til bæjarbúa sem valgreiðslu í heimabanka og inní því verði einnig greiðsla fyrir leiktæki og viðburði á Ljósanótt.

Með því fyrirkomulagi væri hægt að veita bæjarbúum afslátt af afþreyingu og jafnvel fella inn í kortið aðra þjónustuþætti.

Önnur menningarmál

 

Áhuginn á menningartengdri dægradvöl er mikill og sést það ekki síst á því að Reykjanesbær er í sérflokki þegar kemur að fjölda starfandi sönghópa og kóra. Gera þarf þessum félögum hátt undir höfði enda byggja þau starf sitt á áhuga og elju sjálfboðaliða.

Reykjanesbær státar einnig af einu öflugasta áhugamannaleikhúsi landsins, Leikfélagi Keflavíkur.

B-listinn mun beita sér fyrir því að langtímasamningar verði gerðir við starfandi lista og menningarhópa í Reykjanesbæ.

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This