Sigurður Guðjónsson

Sölufulltrúi, stuðbolti og dellukall

Sigurður Guðjónsson

Sigurður er borinn og barnfæddur Keflvíkingur. Hann ólst upp á Birkiteignum og fór dæmigerða Kef leið: Myllubakki, Holtaskóli og Fjölbraut en fór svo í Iðnskólann í Reykjavík. Hann er kvæntur Karólínu Björg Óskarsdóttur, starfar sem stuðningsfulltrúi í Holtaskóla auk þess að hafa umsjón með frístundaskólanum þar. Þau búa í gamla bænum í Keflavík og eiga þrjú börn á aldrinum 6 til 12 ára sem öll ganga í Myllubakkaskóla.

Siggi fiktaði við fótbolta en fann sig fljótt í skátastarfinu þar sem hann ól manninn í frítíma sínum, varð fljótt foringi og sinnti m.a. stjórnunarstörfum fyrir skátafélagið Heiðarbúa. Um leið og hann hafði aldur til gekk hann til liðs við Björgunarsveit Suðurnesja (þá Hjálparsveit skáta) og hefur starfað þar í öllum flokkum og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. varaformennsku og verið aðgerðarstjórnandi í leit og björgunarstörfum.

Siggi hefur gengið, ekið, skíðað um fjöll og firnindi og farið á flesta jökla landsins en í dag á Reykjanesið hug hans og hjarta enda náttúrufegurðin bara rétt við bæjardyrnar. Siggi er virkur í samfélaginu og er m.a. í sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og í Roundtable Keflavík.

Siggi starfaði sem rafeindatæknir um árabil og rak rafeindafyrirtækið Tæknivík með öðrum, en alls komu 8 manns að fyrirtækinu. Tæknivík vann helst fyrir sjávarútveginn, að lausnum til að gera skipastjórnendum sem auðveldast að nálgast nauðsynlegar upplýsingar. Fyrirtækið var selt árið 2010 og Siggi starfaði í ferðaþjónustunni um nokkurt skeið sem leiðsögumaður áður en hann vatt sínu kvæði í kross og í dag starfar hann sem sölufulltrúi hjá Bílabúð Benna og er löggildur bifreiðasali.

Atvinnu-, skipulags- og velferðarmál eru þeir málaflokkar sem Sigurður brennur fyrir.

„Bíla- og tækjakall” eru orðin sem Siggi notar um sjálfan sig en hann sinnir líka garðrækt og vill hafa snyrtilegt í kringum sig. Fjölskyldan á líka sumarbústað þar sem þau njóta sveitalífsins. Siggi hefur fiktað við golf og veiði auk þess sem hann stundar göngu og hjólreiðar.

 

Hvað fékk Sigurð til að fara í framboð?

„Ég fór í framboð vegna þess að ég vil taka þátt í að bæta samfélagið okkar.”

 

Af hverju ætti fólk að kjósa xB í bæjarstjórnarkosningunum 26. maí?

„Við erum með sterkan lista með nýju flottu fólki sem er frambærilegt, lætur sér annt um bæinn og íbúa þess. Við erum framboð sem vill að Ráðhúsið sé fyrir íbúana, en ekki öfugt. Við stefnum á öðruvísi pólitík en stunduð hefur verið í Reykjanesbæ hingað til.”

 

Stiklað á stóru í ferlinum

Starfsferill

Sölufulltrúi hjá Bílasölu Benna 2016-

Leiðsögumaður á snjósleðaleigu, 2000

Eigandi og rafeindatæknir hjá Tæknivík, 2000-2013

Menntun

Löggildur bílasali, 2016

Meirapróf, 1997

Rafeindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík, 1994-97

Fjölbrautarskóli Suðurnesja, 1991-92

Greinar eftir Sigurð

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This