Sóknarsamningur við kennara

 

Sóknarsamningur við alla kennara í

Reykjanesbæ – mennt er máttur

Launamál kennara hafa verið í ólestri um langt skeið og nú blasir við kennaraskortur.

Reykjanesbær hefur náð góðum árangri í menntamálum og mjög mikilvægt að það góða starf festi sig í sessi. Í Reykjanesbæ starfa hæfir og áhugasamir kennarar, sú auðlind verður seint metin til fjár.

B-listinn vill gera sóknarsamning við alla kennara í Reykjanesbæ.

Sóknarsamningurinn felur í sér að leik- og grunnskólakennarar skrifa undir viljayfirlýsingu um að starfa hjá bæjarfélaginu við kennslu næstu 4 árin. Viljayfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn en samvinna og traust á milli kennara, skólastjórnenda, foreldra og bæjarfélags er forsenda framfara á sviði menntunar. Reykjanesbær greiði öllum háskólamenntuðum kennurum í Reykjanesbæ sóknargreiðslu 500.000 kr í byrjun haustannar 2018 og árlega næstu 4 árin. Samningurinn tæki strax gildi og er óháður kjarasamningum.

Áætlaður kostnaður er um 150-200 milljónir á ári en heildarútgjöld til fræðslu og uppeldismála eru áætluð um 4 milljarðar króna árið 2018.

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This