Bærinn okkar allra

 
Við höfum öll mismunandi þarfir og við viljum tryggja að þörfum okkar allra sé mætt.

 

 

Við getum gert bæinn betri fyrir unga fólkið

Það er mikilvægt að hlúa að unga fólkinu okkar og skapa bæjarfélag þar sem því líður vel og þar sem þau sjá framtíðina fyrir sér. Þar sem til staðar eru tækifæri til menntunar, störf við hæfi, hægt er að koma þaki yfir höfuðið og, þegar þar að kemur, stofnað fjölskyldu.

Við viljum tryggja að unga fólkið kjósi að vera í Reykjanesbæ. Við getum gert það!

Við getum gert bæinn betri fyrir börnin

Við erum öll sammála því að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Við þurfum að tryggja þeim bestu menntun sem völ er á og aðgengi að íþrótta- og tómstundastarf við hæfi. Dagvistun og heilbrigðisþjónusta eru mikilvæg fyrir börnin okkar og þar þarf að bæta verulega úr.

 

Reykjanesbær er fjölskyldubær og hér hefur margt gott verið gert en við getum haldið áfram og gert enn betur. Við getum gert það!

Við getum gert bæinn betri fyrir fjölskylduna

Fjölskyldan er grundvallarstoð samfélagsins. Reykjanesbær er fjölskyldubær og við viljum halda áfram að hlúa að fjölskyldunum okkar, hvort sem þær eru litlar, stórar, með ung börn eða eldri.

Dagvistun, menntamál, íþrótta- og æskulýðsstarf, almenningssamgöngur og heilbrigðisþjónusta eru meðal þess sem enn má efla frekar í Reykjanesbæ. Við getum gert það!

Við getum gert bæinn betri á besta aldri

Þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og við höfum meiri tíma fyrir okkur viljum við búa í líflegum bæ sem gefur okkur tækifæri til að njóta lífsins. Þau okkar með börn og barnabörn viljum líka tryggja að vel sé hlúð að þeim og að þau kjósi að vera í Reykjanesbæ. Einnig þarf að tryggja að vel sé séð um eldri borgarana, foreldra okkar, svo að við getum öll notið lífsins saman.

 

Við getum gert það!

Við getum gert bæinn betri fyrir eldri borgarana

Öll eigum við skilið að geta notið lífsins þegar við hættum að vinna. Það kallar á góða búsetukosti, öfluga heilbrigðisþjónustu, eflingu heilsunnar og ekki síst skemmtilegt félagslíf. Okkur er einnig annt um fólkið okkar og viljum tryggja að börnin okkar og barnabörn hafi það sem best í Reykjanesbæ.

Við getum gert það!

Við getum gert bæinn betri fyrir atvinnulífið

Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að við getum haft það gott í Reykjanesbæ. Við þurfum að tryggja að völ sé á starfsfólki við hæfi, með því að gera Reykjanesbæ að spennandi búsetukosti. Einnig viljum við tryggja spennandi störf við allra hæfi, ekki síst þeirra sem lagt hafa í langt nám. Við viljum byggja upp og laða að okkur fleiri öflug fyrirtæki en ekki síður bæta ímynd bæjarins okkar til að laða að aukin viðskipti.

Við getum gert það!

Við getum gert betri fjölmenningarbæ

Stór hluti samfélagsins okkar er af erlendu bergi brotinn og bendir allt til áframhaldandi þróunar í þá átt. Við viljum tryggja að vel sé tekið á móti nýjum íbúum í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að aðstoða nýja íbúa við að aðlagast og tryggja að við verðum öll hluti af samfélaginu.

Frábært skref hefur verið tekið með ráðningu fjölmenningarfulltrúa en við viljum gera enn betur. Við getum gert það!

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This