Trausti Arngrímsson

Viðskiptafræðingur, veiðimaður og crossfittari

Trausti Arngrímsson

Trausti brúar bilið milli Keflavíkur og Njarðvíkur ansi vel. Hann er fæddur í Keflavík en uppalinn í Starmóanum í Njarðvík. Hann gekk í Njarðvíkurskóla fyrstu tvö árin, en vegna nýrrar hverfaskiptingar fór hann í Holtaskóla í 3. bekk, skrapp svo með fjölskyldunni til Danmerkur þar sem hann tók 4. bekkinn, kom heim í Njarðvíkurskóla í 5. bekk en kláraði svo grunnskólagönguna í Holtaskóla.

Íþróttir voru stór hluti af æsku Trausta. Hann byrjaði 4 ára að æfa og æfði þá mestmegnis fótbolta en kom líka við í körfubolta og sundi, allt með UMFN. Hann segir það hafa verið forréttindi að alast upp í Reykjanesbæ, í íþróttum og úti að leika, í Fjörheimum og á hljómsveitaræfingum á unglingsárunum.

Í dag býr Trausti í hjarta Njarðvíkur ásamt sambýliskonu sinni, Völu Rún Vilhjálmsdóttur viðskiptafræðingi. Trausti á 7 ára stelpu úr fyrra sambandi og Vala á þrjú börn. Krakkarnir eru öll miklir íþróttakrakkar.

Trausti er viðskiptafræðingur og í BS náminu lagði hann áherslu á ferðaþjónustu. Hann nýtir menntunina vel sem stöðvarstjóri hjá Enterprise Rent-A-Car þar sem hann sér um daglegan rekstur.

Starfið felur meðal annars í sér ráðningar, starfsmannahald, þjálfun starfsfólks og samningagerð við ýmsa samstarfsaðila. Það er einnig í hans verkahring að setja sölu- og þjónustumarkmið fyrir útibúið og að vinna með starfsfólkinu til að ná þeim markmiðum með eftirfylgni og hvatningu.

Það liggur beint við að málefni ferðaþjónustunnar eru honum hugleikin, enda hefur hann starfað í greininni sl. 8 ár. Hann telur mikil tækifæri til staðar fyrir Reykjanesbæ á þeim vettvangi. Einnig eru menntamálin honum mikilvæg og hann vill sjá fjölbreyttari kennslu fyrir börn á grunnskólaaldri.

Trausti er heitur crossfittari og æfir nokkrum sinnum í viku í Crossfit Suðurnes. Hann stundar fluguveiði á sumrin en best finnst honum að eyða gæðatíma í faðmi fjölskyldunnar.

 

Hvað fékk Trausta til að fara í framboð?

„Ég fór í framboð því ég vil taka þátt í að móta Reykjanesbæ og stefnu bæjarfélagsins til framtíðar. Það eru fullt af tækifærum beint fyrir framan nefið á okkur sem hafa ekki verið nýtt almennilega til þessa og ég tel mig geta hjálpað bænum að grípa þau. Mér finnst líka vanta ungt fólk í stjórnmálin og síðast en ekki síst vil ég hafa áhrif á það hvers konar bæjarfélagi börnin mín alast upp í”.

 

Af hverju ætti fólk að kjósa þig?

„Ég tel að það sé kominn tími á endurnýjun í stjórnsýslu Reykjanesbæjar. Ég hef brennandi áhuga á að vinna fyrir bæjarbúa og móta Reykjanesbæ með þeim til framtíðar. Ég hef mikla reynslu og þekkingu úr ferðaþjónustu og vil efla hana á svæðinu. Það er hagur í því fyrir nærumhverfið, það ýtir undir mannlíf og fjölbreytileika fyrir bæjarbúa og skilur einnig eftir gríðarleg verðmæti.”

 

Af hverju ætti fólk að kjósa xB í bæjarstjórnarkosningunum 26. maí?

„Vegna þess að listinn er skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem mun vinna með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Við komum inn með nýjar áherslur. Við erum framtíðin.”

 

Stiklað á stóru í ferlinum

Starfsferill

Stöðvarstjóri (Branch Manager) hjá Enterprise Rent-A-Car 2014 – núverandi starf

Vaktstjóri hjá Sixt Rent a Car 2011-2014

Sölumaður hjá Já upplýsingaveitum 2010-2011

Sölumaður hjá IP fjarskiptum (TAL) 2009-2010

Menntun

BS í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu frá Háskólanum á Bifröst 2017

Háskólagátt í Háskólanum á Bifröst 2014

Húsasmíðabraut Fjölbrautarskóla Suðurnesja 2008-2012

Greinar eftir Trausta

xB Ferðaþjónustan
Eftirfarandi grein birtist á vf.is 17. maí 2018  Hjarta ferðaþjónustunnar er staðsett í bakgarði Reykjanesbæjar en ferðamenn eru ekki að skila sér niður í bæinn…

Vertu í bandi!

 

Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ

Láttu í þér heyra!

Pin It on Pinterest

Share This