Unga fólkið

 

Við getum gert bæinn betri fyrir unga fólkið

Það er mikilvægt að hlúa að unga fólkinu okkar og skapa bæjarfélag þar sem því líður vel og þar sem þau sjá framtíðina fyrir sér. Þar sem til staðar eru tækifæri til menntunar, störf við hæfi, hægt er að koma þaki yfir höfuðið og, þegar þar að kemur, stofnað fjölskyldu.

Við viljum tryggja að unga fólkið kjósi að vera í Reykjanesbæ. Við getum gert það!

Kynntu þér þau mál sem B-listinn hefur lagt fram og varða

unga fólkið í Reykjanesbæ sérstaklega:

Sókn í hátækniiðnaði

B-listinn vill laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu. Fyrirtæki í hátækniframleiðslu skapa raunveruleg hálaunastörf.

B-listinn vill skipa nefnd fagfólks sem vinnur að því að laða alþjóðleg fyrirtæki hingað og bæta þar með fleiri eggjum í atvinnukörfu svæðisins.

Þetta mun auka fjölbreytni í störfum og skapa fleiri möguleika fyrir vel menntað fólk.

Efling Markaðsstofu Suðurnesja og aukið samstarf

Markaðsstofa Suðurnesja er sameiginleg markaðsstofa fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum og í þeirri samvinnu felast samlegðaráhrif.

B-listinn vill að Reykjanesbær taki aukinn þátt í rekstri Markaðsstofunnar og leiti einnig samstarfs við stærri fyrirtæki og stofnanir á svæðinu með það að markmiði að efla markaðs-, atvinnu- og kynningarmál til muna.

Með þessu munum við bæði efla ímynd svæðisins og atvinnulífið.

Uppbygging ferðaþjónustu: efling atvinnulífs og fjölbreyttari störf

Við getum öll verið sammála um að þegar kemur að ferðaþjónustu þá fær Reykjanesbær allt of lítinn bita af kökunni. Við viljum sjá stóreflingu ferðaþjónustu á Reykjanesinu öllu en ekki síst tryggja hagsmuni Reykjanesbæjar í þessum málaflokki. Það mun einnig efla atvinnulífið og skapa fjölbreyttari störf í Reykjanesbæ.

Fáðu að vita meira um framtíðarsýn xB fyrir ferðaþjónustuna hér.

 

Menntamál

Það er klisja að segja “mennt er máttur” – en þannig er það og við getum öll verið sammála um það.

Í þessum málaflokki getum við og þurfum við að gera miklu betur. Við getum gert betur í að laða að og halda í gott fólk. 

Við viljum sjá aukið samstarf grunn- og framhaldsskóla og aukna áherslu á iðnmenntun. Við viljum líka skapa meiri tækifæri til menntunar í heimabyggð.

Kynntu þér betur framtíðarsýn xB í menntamálum hér.

Geðheilbrigðismál tekin föstum tökum

B-listinn í Reykjanesbæ vill setja geðheilbrigðismál á oddinn.

Reykjanesbær þarf að vinna með stjórnvöldum til þess að efla geðheilbrigðisteymi heilsugæslunnar og í senn festa í sessi starfsemi geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, Björgina.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur gert samning við fræðslusvið Reykjanesbæjar um að veita nemendum skólans sálfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir og er gott dæmi um árangursríkt samstarf stofnana á svæðinu.

Heilsugæsla Reykjaness: fullnægjandi heilsugæsla í heimabyggð

Sjáðu líka meira hér um velferðar- og heilbrigðismál.

Skaðaminnkun: aukin hjálp fyrir ungt fólk sem leiðst hefur út í neyslu

Skaðaminnkun er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarhópa í samfélaginu eins og heimilislausra og þeirra sem ánetjast fíkniefnum. Því miður fer ungu fólki í harðri neyslu fjölgandi á Suðurnesjum.

Verkefnið Frú Ragnheiður hefur verið starfrækt um árabil í Reykjavík og gefist vel. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll þar sem starfrækt er annars vegar hjúkrunarmóttaka og hinsvegar nálaskiptaþjónusta og skaðaminnkandi ráðgjöf.

Mikilvægt er að hafa slíkt úrræði á borð við Frú Ragnheiði til staðar hér á svæðinu og því mun B-listinn leita leiða til að innleiða slíka ferla í Reykjanesbæ.

Pin It on Pinterest

Share This